sunnudagur, mars 02, 2008

Rólegheita líf

Það sést kannski best á því að ég skrifa mjög sjaldan hérna að lífið er ansi rólegt eins og er. Það er því ekki svo mikið að skrifa um þar sem að ég er viss um að flestum mundu leiðast að heyra um ævintýri mín í EQII tölvuleiknum.

Það er nú orðið nokkuð á hreinu að við eigum eftir að eyða einhverjum tíma á næstunni hérna í Danaveldi þar sem að það virðist vera mjög erfitt að fá vinna þar sem að maður er sendur til útlanda eða að minnsta kosti landa sem að okkur langar til. Við erum því smátt og smátt að byrja að velta því fyrir okkur hvort að það þurfi kannski eitthvað að mála og innrétta hérna hjá okkur. Fram að þessu hefur það nánast einungis verið skrifstofan sem að við höfum gert eitthvað með en það gæti verið að eldhúsið og stofan verði tekin í gegn einhverntíman. Annars eru engin stór plön framundan enda njótum við þess ennþá að vera flutt aftur til Danmerkur og það má eiginlega segja að það sé nýjabrum yfir þessu.

Engin ummæli: