miðvikudagur, mars 05, 2008

Eldhúshreingerning

Við eiddum öllum mánudeginum í að taka til í eldhúsinu. Þetta var líka alvöru hreingerning að mömmu stíl og var því allt tekið út úr skápum, allar hillur þrifnar og allt vaskað upp áður en að sett var upp í skápana aftur. Það var nú hins vegar ekki allt sem að lifði hreingerningu af og fékk að komast aftur upp í skápa. Það endaði því með að við höfðum 3 fulla stóra svarta ruslapoka með dóti sem að við hentum. Við gátum ekki alveg séð að það væri nauðsynlegt fyrir okkur að eiga 8 könnur, 6 karöflur, 4 hnífaparasett, 15 öskubakka, 10 lok en engar skálar sem pössuðu og svo framvegis. Það er hins vegar mjög rúmt í eldshússkápunum hjá okkur núna og þetta er því algjör lúksus fyrir mig þar sem að ég get fundið allt og núna veit ég líka nokkurn vegin hvað er til hérna hjá okkur.

Við erum líka búin að taka okkur saman og mana hvort annað upp í að við höfum gott að því að fara að hreyfa okkur smá. Við erum því búin að redda okkur tíma til að spila badminton einu sinni í viku. Tímin er kannski ekki sá allra heppilegast á sunnudagsmorgnum kl. 10. Við verðum því að vera mjög dugleg til að vakna og drífa okkur af stað. Fyrsta pófið er á sunnudaginn en þá eigum við fyrsta tíman. Við verðum bara að sjá hvað gerist.

Engin ummæli: