miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Fínasta helgi

Það var mjög gaman að Þorrablótinu í Árósum og eins og alltaf þá tekst íslendingum í Danmörku að skemmta sér mjög vel. Það virðist alltaf eins og að það sé einhver sérstök stemming á svona skemmtunum þar sem að íslendingarnir geta allir komið saman og hleypt fram af sér beislunum og drukkuð helling af ódýru áfengi. Það var því sungið að dansað langt fram á nótt. Fætur mínir létu mig líka alveg vita af því daginn eftir að ég er ekki í æfingu við að dansa í marga tíma á háum hælum.

Það var líka mjög gaman að fá fólkið í heimsókn til mín og Ronny í Skovlunde. Það er alltaf gaman að fjölskyldan viti aðeins hvar og hvernig maður býr svo að það sé hægt að tala um þá hluti. Núna verð ég bara að fara að vinna í því að fá pabba og mömmu til að koma í heimsókn svo að þau geti séð aðstæður hérna. Það er nú líka að fara að koma tíma á það að þau komi til Danmerkur enda mjög langt síðan að þau komu síðast.

Núna erum við bara að býða eftir föstudeginum og Tower of Power tónleikum. Þetta er alveg rosalega góð djam hljómsveit sem að við erum að fara að sjá spila og það verður því alveg örugglega mjög gaman.

Engin ummæli: