fimmtudagur, mars 13, 2008

Ný mús

Þar sem að ég eiði frekar miklum tíma í tölvunni, sumum mundi örugglega finnast of miklum tíma, þá skiptir auðvitað miklu máli að hafa réttu græjurnar í þetta. Ég er búin að finna aðeins fyrir því að undanförnu að vera þreytt í músahandleggnum og ég hef því verið að kíkja aðeins á tölvumýs í nokkurn tíma. Í gær þá fann ég síðan mús sem að mér leist mjög vel á og var músin því keypt í hvelli enda er það að hika sama og að tapa. Eftir að hafa prófa músina núna í einn dag þá get ég lýst því yfir að ég er mjög ánægð með kaupin. Þetta er mús sem að á að vera hönnuð til að vera einstaklega góð fyrir hendina þar sem að hún tryggir að maður haldi mjög afslappað á músinni þegar að maður notar hana og einnig er staða handarinnar náttúrulegri en með venjulega mús. Þetta þýðir hins vegar auðvitað að þessi mús lýtur allt öðruvísi út en maður á að venjast.
Þessi mús er hallar mikið og endar til vinstri á því að vera mun hærri en venjulega músin sem að ég stillti upp við hliðina til samanburðar. Það er því mun eðlilegra að láta hendina hvíla á borðinu þegar að músin er notuð og maður þarf aðeins rétt að styðja við músina til að stýra.

Þetta á nú ekki að vera auglýsing fyrir Microsoft en þar sem að músin er mjög góð og frá þeim mega þeir auðvitað fá merkið sitt með hérna. Það eina sem að kannski gæti verið vandamál með músina er að hún er þráðlaus og gengur því fyrir batteríum. Það er hins vegar ekki mjög gaman að sita og spila og vera á fullu í stórum bardaga þegar að músin verður batterílaus. Ég verð bara að vona að það gerist ekki oft og sjá til þess að ég hafi alltaf batterí við hendina.

Ef að einhver hefur áhuga á svona mús þá heitir hún Microsoft Natural Wireless Laser Mouse 6000.

Engin ummæli: