þriðjudagur, mars 11, 2008

Aumur kroppur

Við vorum dugleg á sunnudags morgun og vöknuðum eldsnemma til að fara að spila badminton. Eftir klukkutíma spil vorum við algjörlega uppgefin og heldum heim á leið þar sem að við rétt gátum skriðið upp í rúm þar sem að við þurftum að hvíla okkur áður en við gátum gert nokkuð meira. Það var mjög gaman að spila badminton og það lýtur út fyrir að þetta verði vikulegur atburður hjá okkur næstu mánuðina. Ég vona hins vegar aðallega að kroppurinn venjist þessu fljótt og vonandi verð ég ekki alveg jafn stíf eftir næsta badmintontíma.

Atvinnuleitin gengur nokkuð hægt fyrir sig hérna. Það er nú kannski aðallega þar sem að ég vil ekki bara taka fyrsta starfið sem að bíðst heldur bíð ég eftir að finna eitthvað sem að vekur mjög mikin áhuga hjá mér og er eitthvað sem að mig langar virkilega mikið að vinna við. Sem betur fer hef ég möguleika á því að gera þetta en það þýðir hins vegar auðvitað að leitin tekur aðeins lengri tíma en ég reyni að vera þolinmóð þó að það hafi aldrei verið mín sterka hlið.

Engin ummæli: