þriðjudagur, mars 18, 2008

Bestu inniskór í heimi

Mér er mjög oft kalt á fótunum og þá skiptir það litlu mál hvort að ég sé í þunnum, þykkum eða engum sokkum og ég hef aldrei geta fundið góða leið til að halda hita á tánum. Aðra en auðvitað bara að hafa 30 gráður í íbúðinni en það gengur ekki til lengdar því þó tærnar séu þá rétt mátulegar þá er restin af líkamanum í svitabaði. Ronny hefur hins vegar fundið lausn á þessu vandamáli mínu. Hann gaf mér fyrirfram afmælisgjöf fyrir nokkrum dögum í henni leyndust þessir líka frábæru inniskór sem að hann fann fyrir mig. Inniskórnir eru skinskór sem að eru fóðraðir með ull og eru lokaðir yfir allan fótinn. Þessi skór hafa reynst alveg frábærlega vel og mér hefur ekki verið kalt á fótunum síðan. Það er alveg á hreynu að ég á ekki eftir að skilja þessa skó við mig og ég er nú þegar farin að hugsa um hvort að ég eigi ekki bara að fara og kaupa fleiri pör til að geta haft á lager þegar að ég verð búin að slíta fyrsta parinu.

En nóg af fyrverandi fótakulda mínum. Það eru víst að koma páskar alveg á næstunni og Magga og Hlynur því á leið í heimsókn til Danaveldis mjög fljótlega. Þau ætla að eyða páskafríinu hérna í köben í íbúið á Íslandsbryggju. Ég hef því ekki skipulagt neitt fyrir páskana því að ég vonast auðvitað til að geta troðið mér inn á Möggu og Hlyn og fengið að njóta hátíðarinnar með þeim.

Engin ummæli: