laugardagur, mars 29, 2008

Páskar og afmæli

Verð nú að byrja á því að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar. Afmælisdagurinn var mjög góður endir á skemmtilegri viku. Magga & Co. voru búin að vera í heimsókn hjá okkur um páskana og það var auðvitað mjög gaman. Það var nóg að gera í að fara og skoða hina ýmsu hluti, slappa af, spjalla og borða góðan mat. Það hefur líka verið nóg um góðan mat hérna hjá okkur að undanförnu. Það var auðvitað páskalamb, páskaegg og ís um páskana og síðan sá Ronny um að ég fengi mjög góðan mat á afmælisdeginum mínum. Það er því líklega komin tími til að ég taki mig saman og passi aðeins upp á mataræðið núna á næstunni.

Annars er nú ósköp lítið að frétta héðan. Ég kíki auðvitað á atvinnuauglýsingar inn á milli en mér finnst vera ósköp erfit að finna störf sem að hljóma mjög athyglisverð. Þetta er því miður nánast allt einhverskonar ráðgjafa vinna og mig langar nú helst að sleppa við það ef að það er mögulegt. Ég er nú reyndar búin að finna eitt starf núna sem að ég þarf að athuga betur svo það koma alltaf nýjir möguleikar og ég er viss um að á endanum þá finn ég rétta starfið. Ég læt því dagana líða með að trufla alla vinina sem að eiga að vera að vinna og fá þá til að taka langa hádegisverði á kaffihúsi í bænum og svona.

Engin ummæli: