sunnudagur, febrúar 03, 2008

ummm...bollur

Þá er alveg að koma að því að bolluát geti hafist. Undirbúningurinn fyrir þetta er búin að standa yfir frá í gær þegar að baksturinn hófst og ætli ég verði ekki líka að viðurkenna að ég stóðst ekki freistinguna og smakkaði því aðeins á bollunum í gær.

Undanfarin vika hefur annars verið mjög góð. Við fórum á tónleika með Stöku á föstudaginn og hittum Ingibjörg Huld þar. Hún var auðvitað að syngja og þetta gekk mjög vel hjá þeim eins og alltaf. Fyrir utan þetta hefur dagskráin innihaldið matarboð með fólki frá Bangladess sem að er hérna í Danmörku eins og er. Það var bæði hist hjá okkur og borðað og síðan buðu þeir okkur líka í mat í hótelíbúðinni sem að þeir búa í. Þar fengum við mjög góðan Bangla-mat og það var virkilega gaman að bragða svoleiðis mat þar sem að við höfum ekki sjálf verið mikið að elda svoleiðis mat síðan við komum heim frá Bangladess.

Af vinnuleitinni er ekki mikið að frétta. Ég er enn bara að kíkja á netið til að athuga hvaða störf eru í boð. Ég er hins vegar núna búin að finna nokkur athyglisverð störf svo ætli ég fari ekki fljótlega að sækja um á þessum stöðum.

Engin ummæli: