laugardagur, febrúar 09, 2008

Þorrablót

Morgundeginum verður eitt í 4 tíma ökuferð til að komast á þorrablót í Árósum. Ég mundi nú ekki venjulega láta mér detta í hug að leggja svona mikið á mig til að komast á þorrablót en þar sem að Magga og Hlynur ætla að verða þarna þá langaði mig mikið með. Það er að vera langt síðan að ég hef skemmt mér með Möggu svo það var alveg komin tími á þetta. Það verður líka örugglega mjög gaman enda alltaf mjög góð stemming á þorrablótum.

Ég er búin að vera að tala við einn frá bangaldess að undanförnu. Hann er búin að fá atvinnutilboð frá fyrirtæki í Hollandi og honum vantaði því álit á því hvernig samningurinn og svona var. Hann er nú ekki alveg búin að ákveða hvað hann vill með þetta og hann á einnig eftir að tala við fjölskylduna sína en það væri örugglega gott fyrir hann og konuna hans. Við höfum líka heyrt frá Mili og hún og fjölskyldan hafa það gott og hún var búin að fá peningana frá okkur. Við vorum mjög glöð að heyra það því núna vitum við með vissu að allt sem að við vorum búin að setja upp fyrir hana áður en við fórum frá Bangladess virkar.

Engin ummæli: