þriðjudagur, janúar 22, 2008

Vinnuleit

Þá er víst komið að því að ég þarf að fara að leita mér að vinnu. Það lýtur nefnilega út fyrir að maðurinn sem að hafði haft samband við Ronny vegna vinnu í Singapore sé alveg hættur við og því verðum við brátt að fara að leita að öðrum tækifærum. Það verður því að koma í ljós hvar við endum í vinnu. Við erum enn að vonast til að geta haldið aftur til Asíu í einhvern tíma en það gæti hins vegar verið að það eigi eftir að reynast erfitt að finna vinnu þar.

Fyrir utan að vera að leita að vinnu þá er lífið frekar rólegt. Ekki mikið um skemtanhald og svona en aðallega verið að skipuleggja og fara í matarboð. Það er auðvitað mjög gott þar sem að góður matur og félagsskapur er alltaf af hinu góða. Við erum líka búin að bjóða fólkinu frá Bangladess sem er hérna í Danmörk núna í mat á föstudaginn. Það verður örugglega mjög gaman að hitta eitthvað af fólkinu aftur og heyra hvernig gengur hjá þeim og hvað er að frétta.

Það er líka búin að koma email fra Mili og hún hefur og það gott. Við vorum mjög glöð að fá þennan email því það sýnir að hún hefur alveg skilið hvernig hún getur verið í sambandi við okkur og því léttir þetta auðvitað aðeins áhyggjurnar.

Engin ummæli: