mánudagur, janúar 14, 2008

Að komast regla á hlutina

Það er nú búið að pakka öllu dótinu upp úr kössum, koma mestu af því fyrir í hinum ýmsu hirslum, krókum og kimum. Við eru líka búin að taka enn eina tiltektina og henda út einhverju gömlu dóti og eitt kjallaraherbergið fékk meira að segja að kenna á því núna þar sem að okkur vantaði pláss fyrir allar ferðatöskurnar okkar. Núna er bara eftir að ganga frá dálitlu af smá dóti sem að enn vantar að finna skúffa eða eitthvað svoleiðis fyrir.

Ég býð líka spennt eftir að nýja tölvan mín komi á morgun. Ég skilaði auðvitað fartölvunni minni í vinnuna þegar að ég hætti þar og ég hef því ekki haft mína eigin tölvu síðan þá. Þetta er auðvitað ástand sem að ég get ekki lifað með í mjög langan tíma en þar sem að tölvan mín var á leiðinni frá Bangladess gat ég alveg beðið smá. Það versnaði hins vegar heldur ástandið þegar að tölvunni var pakkað upp og hún sett í samband. Í staðin fyrir að kveikja á sér þá byrjaði tölvna bara á því að bípa á fullu og ekkert meira gerðist. Eftir smá hjakk í leiðslum og svona var hægt að koma greyinu í gang en allt fór í klessu aftur eftir stutta stund og því ekki annað að ger að en að drífa sig í að kaupa nýja tölvu.

Það er núna líka komin tími á að við förum eitthvað að huga að vinna. Ronny er að reyna að ná í skottið á manninum sem að er kannski með vinnu fyrir hann í Singapore og það er fyrst á dagskránni og ef að það gengur ekki þá verðum við bæði að fara á fullt að reyna að athuga hvort að hægt sé að fá einhverja vinnu í Asíu.

Engin ummæli: