fimmtudagur, janúar 10, 2008

Dót út um allt

Eftir að hafa notið dvalarinnar á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar erum við komin aftur til Danmerkur. Við vorum í góðu yfirlæti yfir áramótin en auðvitað eins og alltaf þá var ekki hægt að ná að gera allt sem að var á áætluninni. Við náðum þó að komast á snjósleða og fjórhjól, fara í verslunarferð og eiða tíma með fjölskyldunni sem að auðvitað er mikilvægast.

Eftir að við komum til Danmerkur aftur hefur allt verið á fullu. Við erum búin að kaupa fleiri hirslur, kommóður og hillur, í IKEA og það þurfti auðvitað líka að púsla þessu saman. Okkur tókst ekki einu sinni að ljúka púsluspilinu áður en að allt dótið frá Bangladess kom. Það er því búið að vera algjört kraðak af kössum og drasli í stofunni alla vikuna og við erum enn að reyna að koma þessu öllu fyrir eins og sést á myndinni sem að var tekin í morgun. Ég er bara að vonast til að við verðum búin að koma þessu öllu fyrir áður en að Magga og fleiri koma í heimsók þann 10. febrúar þar sem að það er ekki einu sinni hægt að sjá í borðstofuborðið eins og er og við erum búin að bjóða þeim til kvöldverðar. Það er alveg ótrúlegt hversu mikið dót það er sem að kemur upp úr þessum kössum sem að við sendum frá Bangladess. Þetta var ekkert svo voða mikið fannst okkur sem að var pakkað niður í kassa þar en það er eins og þetta hafi allt fjölgað sér í flutningu og nú er þetta alveg helling af dóti. Jæja, best að koma sér aftur að verki og reyna að minnka eitthvað draslið í stofunni.

Engin ummæli: