sunnudagur, desember 23, 2007

Jólakveðja

Það er búið að vera alveg geðveikt mikið að gera í jólaundirbúningi, afmælishaldi og bara það að koma okkur aðeins fyrir hérna í Danmörku. Það er líka enn verið að klára síðust hlutina í sambandi við flutninginn frá Bangladess og enn vitum við ekki hvenær að dótið okkar kemur. Þetta eru allar afsakanirnar sem að ég hef fyrir að senda ekki eitt einasta jólakort í ár og ég verð því bara að vona að þið látið ykkur kveðjuna hérna nægja.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kærar þakkir fyrir allar gæða stundinar á liðnum árum.


Ég ætla líka að láta vita að það á örugglega ekki eftir að koma mikið inn á bloggið næstu tvær vikurnar þar sem að jólahald og síðan áramót á Íslandi eigi eftir að taka mest allan tíma minn.

Engin ummæli: