föstudagur, desember 14, 2007

Fullt dagatal

Við erum rétt búin að pakka hérna í Dhaka og það er nú þegar búið að fylla dagatalið fyrir þá daga sem að við erum í Danmörku áður en haldið er til Íslands um áramótin. Það lýtur því út fyrir að það verði nóg skemmtilegt að gerast um jólin og ég get því farið að hlakka til. Við vorum búin að vonast til að hafa tíma til að hitta nokkra úr vinnunni hérna hjá PyxisNet sem að verða í Danmörku yfir jólin. Það verður líklega ekki tími til þess sem að er dálítil synd þar sem að þeir mundu alveg örugglega njóta þess að upplifa alvöru jólahald. Sem betur fer verða þeir ennþá í Danmörku þegar að við komum til baka frá Íslandi eftir áramótin svo við getum að minnsta kosti hitt þá þá. Ég verð líka bara að vona að það gefist tími til að versla smá þar sem að það er nú skemmtilegra að hafa einhverja afmælis- og jólagjöf fyrir Ronny. Það er sem betur fer einu gjafirnar sem að ég á eftir að kaupa þar sem að mínar yndælu systur hafa séð um restina.

Engin ummæli: