sunnudagur, desember 02, 2007

Gekk bara vel

Opna húsið í gær gekk mjög vel fyrir sig og það kom nokkuð af gestum og það var meira að segja tekið fram það litla áfengi sem að við eigum og bragðað á því þegar leið á kvöldið. Við vorum mjög ánægð með þetta því að fólkið fékkst til að staldra við og spjalla. Það var afslappað andrúmsloft og krakkarnir léku sér við billjardborðið á meðan að við hin sátum og spjölluðum. Það voru því nokkrar heimspekilegar umræður sem að áttu sér stað og það var auðvitað mjög gaman að spjalla við fólkið um Bangladess, ástandið í landinu og framtíð landsins. Vonandi á ég eftir að hafa tækifæri á því að koma aftur hingað eftir nokkur ár til að sjá hvernig hlutirnir þróast.

Ég hef heyrt margar sögur núna af því hversu hratt hlutirnir geta gengið fyrir sig ef að ríkisstjórnin og fólkið tekur sig saman og gengur í hlutina. Það er til dæmis fyrir mig alveg ómögulegt að ímynda mér það að fyrir 30 árum hafi Bangkok og Dhaka litið nákvæmlega eins út. Þar sem að þessar tvær borgir eru svo gjör ólíkar í dag, Bangkok er borg þar sem hlutirnir virka og ganga "eðlilega" fyrir sig á vestrænum mælikvarða . Þróunin í Bangkok byggi öll á því að hlutirnir voru teknir í geng fyrir tveimur áratugum og síðan þá hefur Bangkok tekið stöðug skref fram á við á meðan að Dhaka hefur staðið í stað. Aðrar borgir eins og Manila á Filipseyjum, Kolkata í Indlandi og fleiri hafa líka tekið stór skref í rétta átt og þetta er því auðvitað mjög vel hægt og það er því hægt að vona að Dhaka og Bangladess nái að þróast í rétta átt. Ég er því miður ósköp hrædd um að hlutirnir eigi eftir að versna áður en að fólk hreinlega fær nóg og fer að vinna í því að bæta úr hlutunum. Það er nefnilega nánast ómögulegt að innleiða nokkrar breitingar til batnaðar á meðan að allir í landinu hugsa bara um sjálfan sig og ekkert um náungan. Hugafarsbreiting hjá fólki hér er því nauðsynleg til að styðja undir breitingar í samfélaginu en því miður er mjög erfitt að reyna að breita hugarfar fólks sem hvern dag notar alla sína krafta í að eiga fyrir mat fyrir fjölskylduna.

Engin ummæli: