föstudagur, nóvember 30, 2007

Opið hús...

verður hjá okkur á morgun. Það er auðvitað búið að bjóða öllum sem að við þekkjum hérna í Bangladess og líka fjölskyldum, vinum og kunningjum þeirra eins og siður er. Við búumst nú samt ekki við að verða yfirbuguð af gestum en þó búið að skipuleggja með Mily að það verði léttar veitingar fyrir um 50 manns. Mily var því á fullu í gær að panta alls konar snakk, kökur og sætindi. Við erum ekki búin að undirbúa nein skemmtiatriði eða neitt svoleiðis enda búumst við auðvitað við að þetta gangi fyrir sig eftir venjulegum bangla-stíl þar sem fólk kemur og borðar og drífur sig svo heim. Það er mjög erfit að fá fólk hérna til að slappa af yfir mat og njóta þess að sitja og spjalla saman þar sem að þetta er alls ekki eitthvað sem að fólk stunduar hérna. Við erum hins vegar sem betur fer farin að læra á nokkra af siðunum hérna svo við tökum þetta auðvitað alls ekki nærri ekki að minnsta kosti ekki lengur :-)

Á öðrum nótum er síðan hægt að nefna það að Mily tók ekki vinnuna hjá þjóðverjunum þar sem að henni leist ekkert á þennan hund þeirra. Henni var líka ekki alveg sama að heyra það að þegar að þau væri burtu í fríi og svona þá þyrfti hún að sjá ein um hundinn á meðan. Við og auðvitað hún erum því enn að leita að vinnu fyrir hana.

Engin ummæli: