miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Undirbúningstími

Þá er undirbúningurinn fyrir flutninginn hafin fyrir alvöru. Það er búið að bjóða í veislur næstu helgarnar þar sem að við þurfum auðvitað að ná að kveðja alla sem að við höfum hitt á meðan að við höfum búið hérna í Bangladess. Það verður því nóg að gera í að ganga frá öllu í kringum flutninginn, reyna að tryggja að Mily og Ruhul hafi það gott og kveðja allt fólkið. Ég hef auðvitað látið Ronny sjá um mest af þessu praktísku verkum þar sem að ég fer bara í vinnunna og slaka á og blogga á meðan að hann situr heima og heldur fundi með flutningafyrirtækinu, tala við þjóðverja um vinnu handa Mily og skipurleggur matseðla fyrir partýin. Þetta er svo sem allt að smella saman og það eins sem að við erum ekki alveg búin að finna út úr er hvað verður um billjardborðið. Við erum ekki búin að fá nein tilboð í það ennþá og þar sem að þetta er alveg heljarinnar borð þá er það ekkert grín fyrir hvern sem er að geima þetta. Varaplan okkar í þessum efnum er hins vegar bara að notfæra okkur það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Banglaland. Við vitum því að ef að við "gefið" borðið til Ruhul þá reddast þetta því ef hann veit að hann fær pening út úr því að taka borðið og selja það þá mun borðið hverfa all snarlega úr okkar vörslu.

Engin ummæli: