Þá erum við komin til Manila og búin að koma okkur fyrir á hótelherberginu þar sem að við ætlum að búa næstu 11 daga. Á morgun byrjar heimsmeistaramótið í 9-ball sem að við ætlum að fara að kíkja á. Við búin að grandskoða á dagskránna og það lýtur út fyrir að við þurfum að drífa okkur á lappir í fyrramálið til að koma okkur á svæðið og sjá nokkra af bestu spilurunum. Ef að einhverjum langara að fylgjast með þessu þá er þetta mót sýnt á ESPN og líklega er eitthvað líka sýnt á Eurosport.
Við ætlum líka að reyna að sjá eitthvað pínu lítið af Manila nú þegar að við erum hérna að við þurfum því að fara að skipuleggja næstu dagana. Það er auðvitað líka smá verslunarhugur í mér og það eikst auðvitað bara þegar að ég kem hingað og sé jólaskraut hangandi í búðunum. Það er auðvitað ekkert af því í Dhaka og því er ég ekkert búin að átta mig á því að jólaverslunin er auðvitað byrjuð og getur því verið að mér detti í hug að kíkja eftir einhverjum nokkrum jólagjöfum. Aðal verslunartakmarkið er þó að kaupa skilnaðargjafir fyrir starfsfólkið, Mily og Ruhul, og fjölskyldur þeirra. Þetta með verslunina þarf ég hins vegar ekki að hafa áhyggjur af þar sem að það er stór verslunarmiðstöð beintengd við hótelið og ég get því farið og verslað þegar að við erum ekki að horfa á 9-ball.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli