Ég er farin að sjá fram á það nú þegar að það verður mjög erfitt að fara frá Bangladess í desember. Það er ekki landið sem að lokkar eins og er þar sem að ég get vel viðurkennt að ég er orðin dálítið þreytt á umferðarþvögunum, rafmangsleysinu, internetleysinu, inniveruni og svo framvegis. Þetta snýst hins vegar um allt það fólk sem að ég hef kynnst á meðan ég hef verið hér og sérstaklega auðvitað Mily og Ruhul sem vinna fyrir okkur og sem að við höfum vissa ábyrgðartilfinningu fyrir. Við erum auðvitað að gera allt til að reyna að tryggja að þau eigi eftir að hafa það gott eftir að við flytjum og við keyrðum í alla alþjóðlega klúbbana í gær og hengdum upp auglýsingar um að þessu frábæra fólki vantaði vinnu. Við höfum líka haft samband við danska sendiráðið og aðra sem að við þekkju hér til að láta vita af þessu en enn hefur ekkert komið út úr þessu. Ég held í vonina um að við getum fundið eitthvað fyrir þau hjá góðri fjölskyldu áður en við förum en það verður víst bara að koma í ljós.
Það verður auðvitað líka erfitt að skilja við allt góða fólkið í vinnunni. Það er þó dálítið auðveldara þar sem að í því tilfelli þarf ég ekki að hafa áhyggjur af hvernig fólkinu eigi eftir að farna í framtíðinni. Þau hafa öll fasta vinnu innan sviðs sem að fer vaxandi í Bangladess og ættu því að hafa góða möguleika á að standa sig vel í framtíðinni.
Þetta er hins vegar seinni tíma vandamál og áður en að þessu kemur er að minnsta kosti eitt ferðalag á dagskránni. Við höldum til Manila í kvöld og ætlum að skemmta okkur þar í rúmlega eina viku.
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli