sunnudagur, nóvember 04, 2007

Heimsmeistaramótið í billjard

Þá eru herlegheitin hafin. Við erum búin að njóta daganna hérna í Manila og búin að fara að horfa á smá biljard. Þar sáum við nokkra af bestu 9-ball spilurum heimsins þar með talda nokkra fyrverandi heimsmeistara og svo auðvitað þann núverandi. Þar sem að þetta er nú ekkert allt of stórt mót og allt er mjög afslappað þá gengur maður bara um þarna á svæðinu saman með öllum hinum þar með talið öllum spilurunum. Þetta er því mjög huggulegt og það er mjög gaman að horfa á alla þessa góðu spilara þó að ég kunni reyndar ekki mjög vel við að þeir hafi breitt keppnisforminu frá síðasta ári. Þetta á hins vegar eftir að verða mjög spennandi þegar að á líður og það eigi örugglega eftir að vera nokkrir langir dagar á mótinu.

Við tókum okkur hins vegar frí frá billjardnum í dag ti að kíkja aðeins á borgina. Það var nú ekki neitt rosalega mikið að sjá hérna en við fórum þó í gönguferð um gamla bæjarhlutan og sáum virkið sem að hefur verið notað af flest öllum nýlenduherrunum hérna. Þetta var mjög fín gönguferð og Ronny lifði þetta líka af þó að það sé frekar heitt í veðri hérna. Núna er hins vegar ekki mikið eftir að sjá hérna í borginni annað en fleiri verlsunarmiðstöðvar. Það verður því líklega á dagskránni á morgun þar sem að við eigum enn eftir að finna helling af gjöfum og eitthvað af fötum líka.

Engin ummæli: