fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Hverju er ekki hægt að stela?

... hérna í Bangladess er svarið engu. Það er hreinilega hægt að stela öllu sem er steini léttara og líka mörgu sem að þyngra en það. Eitt af því sem að margir girnast hérna í Bangladess er ljósleiðarar þó að enginn geti áttað sig á því hvað fólk fær út úr að stela þeim þar sem að þeir innihalda enga málma eða annað sem að fólk venjulega girnist. Það að þetta er nánast verðlaust stoppar þó ekki fólk í að grafa nokkra metra niður í jörðina, brjóta steinsteipurör utan um ljósleiðaran og þar á eftir fjarlægja 140 metra af þeim ljósleiðara sem að tengir alla internetnotendur í Bangladess við umheimin. Það eru miklar umræður um þetta í fjölmiðlum hérna í Bangladess núna þar sem að landið er búið að vera internetsambandslaust í 22 tíma síðastliðna 4 sólarhringa. Þetta er auðvitað mjög slæmt fyrir viðskipti í landinu og sérstaklega auðvitað hugbúnaðariðnaðinn það er nú hins vegar ólíklegt að það fólk sem að vinnur þessi skemdaverk átti sig á því þar sem að það hefur örugglega aldrei séð tölvu á ævinni og hvað þá að það viti hvað internet er.

Sem betur fer hefur internetið hins vegar haldist uppi síðastliðna 20 tíma og ég get því glatt mig yfir að það eru nú aðeins 10 tíma download eftir þangað til að ég get farið að njóta nýja innihldsins í EverQuest II. Það verður líklega lítið annað gertu um helgina en að spila tölvuspil :-)

Engin ummæli: