Það er búin að vera alveg hellings billjard fyrir okkur í þessari viku og við ákváðum því að taka morguninn til að slappa aðeins af í dag. Við erum því bara að borða morgunmat í rólegheitunum upp á hótelherberginu og horfum á smá billjard í sjónvarpinu.
Það hefur vakið forvitni mína hversu vinsæl íþrótt billjard er hérna á Filipseyjum. Þetta er svo vinsælt að allir spilararnir á mótinu hafa flokk af kvenskyns aðdáendum hlaupani á eftir sér. Ég hef því verið að skemmta mér við að horfa á þessa flokka af mjög léttklæddum dömum á milli þess sem að ég horfi á billjard. Það er alveg frábært að sjá hvernig þessa konur allar reyna að næla í besta og frægasta spilarann og það eru send ill og öfundsjúk augnaráð til dúllunnar sem að hefur náð í einn af þessum spilurum. Það eru fáar af þessu konum sem að er sáttar við það sem að þær hafa náð í og sérstaklega þær sem að ekki hafa náð sér í spilara ennþá en hafa mátt láta sér nægja vin spilara gera allt til að reyna að krækja í stærri fisk. Það eru því mörg daðrandi augnaráð og fingurkossar sem að flúga um höllina þar sem að mótið fer fram.
Þetta hefur annars verið mjög skemmtileg vika með helling af góðum billjard og líka nokkrum spilurum frá Norðurlöndunum og Evrópu sem að við höfum getað haldið með og það hefur auðvitað gert þetta allt aðeins meira spennandi. Danin sem að var að keppa komst í 64 manna úrslit en tapaði þar og síðan var finni sem að komst í 8 manna úrslit en þar var hann líka slegin út. Það er því ekki neinn norðurlandabúi eftir núna en það er enn nokkrir evrópubúar í slagnum og kannski von um að einhver þeirra komist alla leið í úrslitin. Það kemur allt í ljós seinna í dag þegar að undanúrslitin verða spiluð og svo endar þetta allt með úrslutunum á morgun.
laugardagur, nóvember 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli