föstudagur, nóvember 16, 2007

Fárviðri

Það er búið að vera vont veður hérna hjá okkur í Dhaka í allan dag, þungbúið, kalt (miðað við Bangladess) og rigning. Þetta er þó víst ekkert í samanburði við það hvernig þetta er við strendur Bangladess en Dhaka liggur inn í miðju landi. Við höfum því ekki verið það mikið vör við fárviðrið enn sem komið er þó að rafmagnið hafi verið nokkuð óstöðugt síðastliðna tíma. Það er reyndar búið að vera að hvessa með kvöldinu og það er nú komið svo vont veður að það er líklega bara best að halda sig heima við. Það er þó ekki reiknað með að þetta verði neitt alvarlegt hérna í borginni og engar aðvaranir hafa verið gefnar út. Fyrir mig reynda íslendingin er þetta auðvitað bara smá vindhviður og ekkert til að æsa sig út af :)

Engin ummæli: