laugardagur, nóvember 17, 2007

Þetta á bara ekki fyrir mér að liggja

Þetta blog var skrifað um miðjan dag föstudaginn 16. nóvember 2007. En þar sem að ekkert internet var upp á þeim tíma gat ég auðvitað ekki lagt þetta á netið þá en hérna er þetta þó.

Stormurinn sem reið yfir Bangladess í nótt hefur ekki verið algjörlega áfallalaus. Ég hef ekki heyrt um neitt manntjón enn (svo sem eðlilegt þar sem að ekkert internet eða sjónvarð er hérna núna svo ég hef ekki heyrt neinar fréttir) en það eru hins vegar nokkur fallin tré hér og þar í hverfinu og það er ennþá minna rafmagn en venjulega.

Það sem að ég var að vísa í með fyrirsögninni var hins vegar að það sem að ekki á fyrir mér að liggja er að spila nýja efnið fyrir tölvuleikinn sem að ég spila mikið í frítíma mínum. Það var gefið út nýtt efni fyrir leikinn á miðvikudaginn og ég vonaðist því til að geta spilað þetta um helgina þar sem að ég vissi að það mundi taka mjög langan tíma að sækja þetta á hægu internettengingunni minni. Það gekk reyndar alveg ótrúlega áfallalaust að ná í þetta þar sem að 37 tíma downloadið keyrði eins og smurt og stoppaði ekki einu sinni. Það var því allt komið á hreynt seint í gærkvöldi og ég hugsaði mér því gott til glóðarinnar þegar að ég færi á lappir í morgun og var áætlunin auðvitað að fara beint að spila. Mér varð hins vegar ekki að ósk minni þar sem að það var ekkert rafmagn þegar að við vöknuðum í morgunsárið. Það er auðvitað ekkert nýtt hérna í Bangladess að það sé rafmagnslaust en það sem að aðeins hefur gerst einu sinni áður er að við höfðum heldan engan rafal til að sjá fyrir staum til mestu nauðsinja. Venjulega stöndum við okkur nokkuð vel í rafmagnsleysinu þar sem að öll nauðsinlega tæki eins og tölvur, internet, sjónvarp og dvd-spilarinn keyra á rafalinum en þetta var hins vegar ekki raunin í dag. Það er svo búið að vera rafmagnslaust mest allan daginn og fyrir utan það þá skemta verðirnir sér hérna niðri við að kveikja og slökkva á rafalnum rétt eins og þeim dettur í hug. Verðirnu eru nú búnir að ná stjórn á þessu með rafalin núna og hann keyrir eins og í sögu eins og er en það leysir hins vegar ekki mitt vandamál með að fá að spila tölvuleikinn minn. Ég þarf nefnilega internet til þess og það er greinilega enn rafmagnslaust á inernetinu hérna eða það að einhverjum hefur dottið í hug að notfæra sér skjól stormsins í nótt til að stela meiri ljósleiðara. Ég verð því að reyna að vera þolinmóð og nýta tíman í eitthvað annað og það er því kannski ágætt að við fáum gesti í kvöld. Ég vona bara að rafaflin eigi eftir að halda kvöldið út því að það verður kannski aðeins of miki að ætla að reyna að skemmta gestunum við kertaljós þó að það sé alltaf mjög huggulegt.

Engin ummæli: