... er það sem að á sér stað í vinnunni núna. Við ákváðum að taka smá frí frá hinu daglega amstri og gefa fólkinu nokkrar daga til að gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Síðastliðin vika hjá mér og Ronny (hann var auðvitað dreginn með inn í þetta) er því búin að fara í að undirbúa allt fyrir þessa þriggja daga keppni. Það þurfti auðvitað að kenna forriturunum hvernig á að forrita leiki og það var tekinn heill dagur í það. Ronny stóð fyrir þessum hluta kennslunnar sem átti sér stað í gær. Ég var hins vegar ábyrg fyrir að skemmta öllum hinum störfsmönnum PyxisNet á meðan svo við reyndum að skemmta okkur með að skoða X-box spil og gera æfingar til að auka hugmyndasköpun. Keppnin hófst síðan af alvöru seinnipartinn í gær og gekk mikið á þegar að verið var að skipta öllum 50 starfsmönnunum upp í lið og sjá um að allir hefðu pláss til að vinna. Verkefnið sem að öllum var falið er að búa til tveggja vídda skotleik sem gerist í geimnum.
Í dag er sem sagt annar dagur keppninnar og það er greinilegt að fólk tekur þetta mjög alvarlega. Það var unnið seint í gær og margir hafa ætlað tíma til að vinna seint í dag einnig enda er síðast dagurinn á morgun. Að búa til svona leik gengur mjög vel hjá öllum og sérstaklega miðað við að enginn hefur búið til neina leiki áður. Allir eru núna komnir með geimskip eða skutlu sem flýgur um og flestir hafa fundið út úr að láta spilarann mæta hindrunum og skjóta skotum. Það verður gaman að sjá lausnirnar sem að liðin koma með og mig hlakkar því til morgundagsins þegar að húllumhæið endar.
fimmtudagur, október 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli