þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Dáist að þrautseigjunni

Það er ekki hægt annað þegar að maður býr í landi eins og Bangladess. Ég hef alltaf haldið því fram að íslendingar séu mjög þrautseigir enda búum við á hálfgerðri eiðieyju í miðja Atlantshafinu og þurfum á glíma við rok, rigningu, jarðskálfta, eldgos og fleira. Það er líka alveg örugglega hægt að líka saman þrautseigju íslendina fyrir 200 árum eða meira við þá þrautseigju sem að fólk í Bangladess sýnir í dag. En lífið á Íslandi er hins vegar svo gott og þægilegt í dag að ekki þarf mikla þrautseigju til. Sú er hins vegar ekki raunin í Bangladess. Stormurinn sem að dundi á landinu síðastliðin fimmtudag olli alveg gríðarlegum eiðileggingum og þetta kemur allt ofan á þau flóð sem voru fyrr í ár. Það sem að vekur mesta aðdáun hjá mér er hversu rólegt fólk hérna er yfir þessu. Fólk býður bara þolinmótt eftir að heyra frá ættingjum frá þeim svæðum sem urðu verst úti og allir eru bjartsýnir á lífið og segja að engar fréttir séu jú góðar fréttir. Það er sem betur fer verið að gera mjög mikið til að reyna að hjálpa fólki á þeim svæðum sem urðu mest úti. Ég hef hins vegar líka áhyggjur af langtímaáhrifum þessara storms og flóða. Nú er nefnilega nánast öll matvælauppskera Bangladess ónýt og það er því hægt að búast við að verð á matvælum eigi eftir að rísa mikið næstu mánuðina. Þetta gerir ekki lífið auðveldara fyrir fólkið í landinu þar sem það verða þá ennþá minni peningar eftir til að byggja upp heimili, fiskveiðiflota og annað sem getur veitt fólki langtíma lífsviðværi.

Engin ummæli: