Það eru tölvur og loftslagið hérna í Bangladess. Ég hef aldrei áður upplifað svona mikil vandræði með tölvur eins og ég hef hérna í Bangladess. Ég er alveg viss um að þetta hafi eitthvað með hitan og rakan að gera en ég er þó ekki búin að gera vísindalega könnun á þessu enn. Það er líka örgglegt að skrikkjótta rafmagnið bætir ekki úr skák. Sama hver ástæðan er þá getur það verið dálítið pirrandi þegar að tölvan allt neitar að ræsa sig, slekkur á sér upp úr þurru og eftir 10 tilraunir til ræsingar ákveður allt í einu að nú er hún tilbúin aftur. Þetta gerist regluglega og þá er ekkert annað ráð en að grípa til smá þolinmæði, opna tölvuna og hamast á öllum vírum sem að hægt stinga puttunum í. Þetta er því miður ekki svo auðvelt með fartölvuna og ég er því hreinlega bara að býða eftir að hún gefist upp og neiti að ræsa fyrir fullt og allt. Það er því tekið afrit mjög tít hérna og það er auðvitað góður vani svo það getur verið að ég fá eitthvað gott út úr þessu öllu. Reyni auðvitað alltaf að líta á björtu hliðarnar.
Bjartasta hliðin núna er hins vegar að helginni var eitt í að skipuleggja ferðalög. Það verður auðvitað að fara í eitt síðasta ferðalagið um Asíu áður en haldið er frá Bangladess. Það er því búið að skipuleggja vikuferð til Manila á Filipseyjum í byrjun Nóvember. Það er áætlunin að fara að slappa af, versla, borða góðan mat og síðast en ekki síst kíkja á heimsmeistaramótið í 9-ball (ein útgáfan af billjard). Það verður örugglega fínt að prófa þetta og auðvitað alltaf gaman að koma á nýja staði svo það verður þá hægt að bæta þessu á listan :)
Það er auðvitað líka búið að redda flugmiðunum til Danmerkur fyrir jólin svo að það er allt á hreynu. Ég á reyndar enn eftir að muna að panta flugmiðana til Íslands um áramótin en það verður gert fljótlega.
sunnudagur, október 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli