miðvikudagur, október 17, 2007

Eid Mubarak

Það er reyndar dálítið seint að segja það núna þar sem að Eid var á laugardaginn en betra seint en aldrei. Þessi hátíð er stærsta hátíð múslima og allir hérna á skrifstofunni voru mjög spenntir fyrir þetta og það var mikið um verslunar- og bankaferðir fyrir hátíðina. Þessi Eid sem að er núna er eins og jólahátíðin er fyrir kristna og allt samfélagið er auðvitað upptekið af þessi í vikunum fyrir hátíðina þar sem mikil undirbúningu á sér auðvitað stað. Það er algjör regla að allir sem að hafa ráð á því fá ný föt fyrir þessa hátíð og öllum Eid deginum er eitt í að heimsækja nágranna, vini og ættingja. Ég tók ekki beinan þátt í hátíðarhöldunum en naut þess mest að Dhaka er mjög róleg og þögul yfir þessa hátíð. Ástæðan er að um það bil 50% af íbúum borgarinnar fara og heimsækja fjölskyldu sína í þorpinu þar sem fjölskylduræturnar liggja. Þetta bauð því upp á einstakt tækifæri til að keyra um borgina og skoða nokkur af þeim hverfum sem að annars aldrei eru fær vegna umferðaröngþveitis. Það var líka mjög gott veður og því fór ég líka í gönguferð um einn almenningsgarðinn hérna og naut þess að fylgjast með fólkinu hérna njóta hátíðarinnar með fjölskyldunni.

Það er annars búið að vera mikið að gera að undanförnu. Það er viðskiptavinur frá Danmörku í heimsókn hérna þessa vikuna og svo er ég byrjuð að vinna aðeins í að leisa öll þau verkefni sem að fylgja því að flytja frá Bangladess. Ég er auðvitað búin að gera lista yfir allt sem að þarf að gera bæði í vinnunni og heima fyrir og það lýtur út fyrir að það verði nóg að gera það sem eftir er tímans í Bangladess.

Engin ummæli: