Ein hátíðarhöldin taka við af öðrum hérna í Bangladess þar sem að það er haldið upp á allar aðalhátíðir Múslima og Hindúa. Ein stærsta hátíð hindúa hefur verið í gangi síðastliðna viku og endaði í gær þegar að þeir báru leirstyttu af einni gyðju sinni í nálægastu á. Ég fór nú reyndar ekki og fylgdist með því en ég fór hins vegar og kíkti í eitt hindú hof á föstudagskvöldið. Það var gaman að sjá þessi hátíðarhöld sérstaklega þar sem að um kvöldið voru veisluhöld í gangi þar sem að trúarathafnirnar eiga sér stað um daginn. Það var því dans og tónlist á fullu þarna og auðvitað voru hvítu gestirnir leiddir í fyrstu röð til að geta notið þessa alminnilega.
Það áhugaverðast við þetta var nú að sjá dansarna sem allir voru karlkyns þarna í pallíettuskreyttum rauðum, fjólubláum og bleikum fötum hoppa, hrista og dilla sér á dansgólfinu. Það er alveg á hreynu að engin karlmaður á Íslandi mundi láta sjá sig í svona búningi nema þá kannski á öskudegi. Þó að búningar dansaranna hafi verið það fyrsta sem vakti athygli mína þá fór ég nú fljótt að fylgjast betur með hreyfinum mannanna. Það er greinilega hluti af hefðinni um þessa hátíð hindúa að menn dansi með leirker með lifandi glóðum. Allir dansararni höfðu því svona ker í hverri hendi sem að þeir síðan snéru og liðuðu í kringum sig á einhver óskiljanlega máta. Mér fannst því best að hafa augun opin og tryggja það að svona ker flygi ekki í hausinn á mér sérstaklega þar sem að auðvitað var búið að troða mér í fremstu röð. Það bætti heldur ekki úr skák að fólk þurfti auðvitað líka að smella af myndum af hvítu gestunum svo aumingja dansararnir máttu gæta sína á að velta ekki um fólk sem að kraup á dansgólfinu og var að taka myndir.
Ég held stundum að ég sé að fá mikilmenskubrjálæði sem að er nokkuð auðvelta á fá held ég þegar að maður býr í landi þar sem að manni er vísað í fremstu röð áhorfenda, hátíðarhöld stoppuð til að hægt sé að taka myndir af manni, maður er beðin um að ávarpa hátíðarhöld ef maður mætir á svæðið og ef það er sjónvarsmyndavél nokkurstaðar á nágrenninu þá elta þeir mann uppi til að fá viðtal (jafnvel þó að þeir tali ekki stakt orð í ensku og geti því ekki spurt um nokkurn skapaðan hlut). Ég held bara að ég verði að vona að ég jafni mig fljótt á þessu þegar ég flyt frá Bangladess.
mánudagur, október 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli