föstudagur, september 21, 2007

Lokaspretturinn

Ég sé núna að það er allt of langt síðan að ég skrifaði hérna síðast. Ég er búin að hafa það svo gott í Danmörkinni og á Íslandi að undanförnu að ég hef ekki gefið mér tíma til að skrifa hérna. Það er auðvitað búið að vera yndislegt eins og alltaf að komast heim til fjölskyldunnar. Þetta var mjög góður tími og við skemmtum okkur vel í sumarbústaðnum með allri fjölskyldunni og fengum að líta húsið þar sem Kristín og Arnar ætla líklega að búa í framtíðinni. Dögunum var aðallega eitt í að slappa af, skjótast um bæinn og spila Magic og var þetta alveg fullkomið frí.

Það var líka búið að vera nóg að gera í Danmörkinni áður en haldið var til Íslands. Auðvitað varð að reyna að hafa matarboð með öllum vinunum og ná að spila dálítið EverQuestII. Enda var líka heilli helgi varið í það þar sem að lítið var um svefn og íbúðin full af fólki og tölvum. Það gekk mikið á en þeta var mjög gaman og eins og maður segir þá er alltaf hægt að sofa seinna.

Núna erum við hins vegar komin aftur til Bangladess. Það er auðvitað gott að vera komin aftur og sjá að Mili og Ruhul og fjölskyldur þeirra hafa það gott. Þetta er líka byrjunin á lokasprettinum hérna í Bangladess þar sem að það eru einungis um þrír mánuðir eftir hérna núna. Það er því komin tími til að fara að búa til listan yfir allt það sem að við þurfum að ná að gera áður en að við höldum frá Bangladess um jól. Þetta verður líklega ekki stuttur listi þar sem að við þurfum auðvitað að gera eitthvað til að tryggja að Mili og Ruhul hafi það gott í framtíðinni og síðan þarf auðvitað að finna út úr því hvernig er hægt að skilja við fólkið í vinnunni á bestan máta og svo framvegis. Þetta er hins vegar eitthvað sem að ég fer fyrst að hugsa um á sunnudaginn þar sem að núna er helgarfrí og ég ætla að slappa aðeins meira af áður en vinnan bryjar á fullu.

Engin ummæli: