mánudagur, ágúst 13, 2007

Burður og erfiði

Þá er megnið að erfiðinu búið þar sem að núna hefur tekist að pakka upp úr öllum kössunum mínum og gera pláss fyrir allt dótið mitt í íbúðinni. Þetta krafðist auðvitað stærri aðgerða með flutningi á húsgögnum, tiltekt í skápum og skúffum og öðru sem að til heyrir því að koma helling af nýju dóti fyrir í lítilli íbúð. Það var því farið alveg helling af ferðum niður í geimsluna og út í ruslagáminn. Við erum því búin að vera í svitabaði við þetta undanfarna daga þar sem að við tókum góða veðrir með okkur frá Bangladess og því er geðveikt gott veður í Danmörkinni eins og er. Nú er tiltektin þó að mestu búin að þessu sinni og því fer nú að vera meiri tími til að njóta stunda með vinunum og því er allt á fullu núna að ná sambandi við alla og að púsla dagatalinu saman svo allir passi inn. Það fer líka vonandi að vera tími brátt til að spila smá tölvuleiki þar sem að ég þarf að fara að rifja þetta allt upp eftir frekar langa pásu núna þar sem að brátt fer að koma að EQII helginni miklu.

Engin ummæli: