laugardagur, ágúst 04, 2007

Ferðaþreyta

Ég verð nú að segja eins og er að ég vonaðist til þess að ég yrði betri til að höndla ferðaþreytun eftir því sem að ferðirnar til og frá Bangladess yrðu fleiri. Mér finnst það nú hins vegar ekki alveg vera raunin og það gætir enn smá ferðaþreytu hjá mér núna eftir einn og hálfan dag í Kaupmannahöfn. Það er alveg á hreynu að bara það að ferðast og vera í flugvél í þessa rúmlega 10 tíma hafa einhver undarleg áhrif á mann eða að minnsta kosti mig. Ég hef nefnilega alveg fengið nægan svefn undanfarna daga en það er bara þessi blessuð ferðaþreyta sem að læðist upp að mér og kemur daginn eftir að ferðalagið er búið. Þetta skiptir þó ekki miklu máli þar sem að það er ekkert á dagskránni í kvöld annað en bara ruslmatur og afslöppun. Við erum að spara orkuna fyrir brúðkaup vinar Ronny sem að verður á morgun og þar sem að ég reikna fastlega með að það verður veisla langt fram á nótt.

Heimsóknin í danaveldi byrjar hins vegar vel þar sem að sumarið er núna loksins komið og það er því hægt að njóta fríska loftsins og þægilega hitans.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim... í bili. Hlökkum til að sjá ykkur á klakanum.
Kv. Magga G