mánudagur, ágúst 06, 2007

Góða veðrir

Þá er það loksins komið til Danmerkur svo nú er um að gera að nýta sér það og taka því rólega í vinnunni og taka nokkra stutta daga. Mig vantar auðvitað líka tíma til að skipuleggja allt sem að á að gerast á meðan að við erum hér í heimsókn svo það passar mjög vel að taka nokkrar sumarfrísdaga.

Brúðkaupið var mjög gott og veislan stóð auðvitað langt fram á nótt eins og venja er hérna í Danmörkinni. Þetta fór allt vel fram og ég gat skemmt mér í kirkjunni við að lesa í sálmabókinni og undra mig á öllu dönsku orðunum sem að er hægt að finna þar en líklega hvergi annars staðar og því ómögulegt fyrir mig að vita hvað þýða. Það mundi örugglega auka orðaforða minn all verulega að eiða smá tíma í að lesa sálmabókina en ég held nú ekki að ég nenni því þar sem að mér finnst nú að ég geti alveg reddað mér ágætlega með núverandi dönskukunnáttu mína.

Engin ummæli: