miðvikudagur, júlí 11, 2007

Veistu hversu heppinn þú ert?

Ég velti því oft fyrir mér hvort að við sem að komum frá og búum í Evrópu og sérstaklega norður-Evrópu gerum okkur grein fyrir því hversu heppin við erum að vera fædd og uppalin í þessum heimshluta.

Það hafa líka verið nokkrir atburðir sem að hafa átt sér stað hérna að undanförnu sem að hafa opnað augu mín enn meira fyrir því hversu ótrúlega heppin við erum. Eitt af því sem að ég vona að allir séu þakklátir fyrir er aðgangur að læknaþjónustu. Það er hreinlega ekkert grín fyrir fólk hérna ef að fjölskydlumeðlimur veikist og eitthvað meira en pensilín þarf til svo meinið læknist. Ég og Ronny erum að sjá núna hversu dýrt það getur verið að fá hin einföldustu hluti gerða og hvað hlutnirnir ganga undarlega fyrir sig í landi þar sem að einstaklingar þurfa að greiða fyrir alla læknisþjónustu.

Þannig standa nefnilega málin núna að Mili þjónustustúlkan okkar er búin að vera lasin með kviðverki í langan tíma núna og þeir læknar sem að að hún hefur farið til hafa hreinlega ekki gert nokkurn skapaðan hlut í málunum. Okkur var því nóg boðið núna og Ronny tók hana því með til læknis á einum að betri sjúkrahúsunum í borginni. Eftir nokkrar spurningar og þegar að það var komið á hreint að "boss" eins og Ronny er kallaður af Mili mundi greiða sjúkrahúskostnaðin þá var víst hægt að fara að gera eitthvað í málunum. Það er þó ekki hægt að segja að þessir hlutir séu ódýrir en þar er líka bara mjög undarlegt finnst mér að fá sett verð á svona hluti. Það kostar t.d. umkring 50 þúsundu krónur að fara í kviðholsspeglun og það að leigja skurðstofu kostar 10 þúsund og svo framvegis og framvegis. Sjúkrahúsin hérna eru hreinlega með verðlista yfir hlutina. Óhuggulegt að mínu mati en fær mann virkilega til að meta að verðugu það sem að maður hefur.

Engin ummæli: