Það er búin að vera mikil umræða um stress barna í dönskum fjölmiðlum að undanförnu. Ástandið í Danmörku er víst svo alverlegt fyrir börn að það þarf á hverju ári að leggja fjölda barna inn á spítala þar sem að þau eru allt of stressuð. Þegar ég les þessa umfjöllun þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hversu mörg hræðilega stressuð börn hjóta að vera hérna í Bangladess. Ég get ekki ímyndað mér að það sé neitt meira stressandi en að vita ekki hvort að foreldrarnir eigi eftir að hafa efni á því að setja mat á borðið það kvöldið. Það er því alveg ótrúlgt að hugsa til þess að sama hversu fátækt fólk er hérna þá lítur það samt út fyrir að vera mun glaðar en fólk almennt í hinum vestræna heimi. Ég er stundum á þeirri skoðun að við vesturlandabúarnir hreinlega vinnum staðfastlega að því að búa til vandamál. Það hlýtur að minnsta kosti að vera eitthvað mikið í gangi þegar að það þarf að fara að leggja 10 ára gamla krakka inn á spítala vegna stress.
Þrátt fyrir þetta allt saman þá er verð ég nú að viðurkenna að ég vil nú heldur halda til í hinum vestræna heimi svo þetta skyggir ekki á tilhlökkunina fyrir næstu Danmerkur og Íslands ferð.
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli