fimmtudagur, júlí 05, 2007

Góðir nágrannar


Ég geng að minnsta kosti út frá að það sé ástæðan fyrir að okkur er boðið í brúðkaup yngstu dóttur eiganda byggingarinnar sem að við búum í. Það er þó dálítið undarlegt að fá svona boð afhent persónulega. Það hjálpar heldur ekki upp á þetta að hafa ungan mann sem að talar nokkuð brottna ensku og reynir að telja mér trú um að ég hreinilega bara verði að koma í brúðkaupið hjá þessu fólki sem að ég þekki ekki neitt. Ég held því að ég eigi eftir að sleppa þessu fína boði enda getur þetta ekki verið mjög persónulegt þegar að öllu hverfinu og meira til er boðið í veisluna. Það er líka hreinlega bara ekki hægt fyrir okkur að fara í öll þau brúðkaup sem að okkur er boðið í enda gerðum við þá ekki annað. Það eru t.d. tvö boðskort bara fyrir næstu vikuna á eldhúsborðinu.

Það er hins vegar eitt gott við þetta brúðkaup og það er að jólin koma snemma hjá okkur í ár. Það er sem sagt búið að klæða bygginguna sem að við búum í inn í jólaljós. Þetta er auðvitað mjög flott og mjög jólalegt eins og sjá má á myndinni.

Ég get hins vegar ekki hætt að leiða hugan að því að á meðan að það er endalaust skortur á rafmagni í þessu blessaði landi hérna þá er á hverjum degi hægt að sjá óteljandi byggingar sem að eru hreinlega þaktar ljóskeðjum. Þetta er hins vegar eitthvað sem að fólk hérna gerir mikið af þegar að sérstakir og hátíðlegir viðburðir eiga sér stað. Það er nú líka þannig að allir verða að fá að njóta lífsins inn á milli án þess að þurfa að velta því fyrir sér að rafmagnsverðið hefur hækkað um 15% síðastliðna hálfa árið.

Engin ummæli: