laugardagur, júlí 21, 2007

Batnandi mönnum er best að lifa

Þetta er hins vegar ekki eitthvað sem að fólk hérna í Bangladess hefur uppgötvað ennþá. Stjórnmálaástandið hérna í landinu er því að á hraðri niðurleið eftir stutta uppsveiflu. Ég var farin að láta mig dreima um að Bangladess mundi kannski ekki vera eitt af mest spilltustu löndunum í heiminum þetta árið en öll von um það dofnar hratt eins og er. Þessi stjórn sem að er í landinu í dag er að taka á sig sömu mynd og svo margar stjórnir sem að hafa setið við stjórnvöldin að undanförn. Ég fékk mikið að þessum hugmyndum sem að ég hafði um ástandið í Bangladess núna staðfest í dag. Ég og Ali (stjórinn í vinnunni) tókum nefnilega dálítið af fólkinu í munnlegt enskupróf og umræðuefnið var auðvitað nýjustu handtökurnar á fyrrum forsætisráðherra landsins og formanni eins stærsta stjórnmálaflokki landsins. Það voru auðvitað skiptar skoðanir um efnið en það virtist þó vera eitt sem að allir voru sammála um og það var að það var ekki útlit fyrir að hlutirnir í Bangladess mundu breitast á einni nóttu. Ég get hins vegar vel skilið að það sé alveg helling af fólki hérna sem er mjög pirrað yfir ástandinu þar sem að nánast allir vita að hlutirnir eru bara ekki eins og þeir eiga að vera en enginn hefur töfralausnina.

Það á eftir að krefjast mikillar þolinmæði hjá fólki hérna áður en alvöru breitinar fara að gerast en ég er nú þegar farin á láta mig dreyma um hversu mikið getur og á eftir að breitast hérna á næstu 10-15 árum.

Engin ummæli: