þriðjudagur, júlí 03, 2007

Kynning

Það var hringt í mig í dag í vinnuna og spurt hvor að ég vildi ekki koma og halda kynningu á morgun. Ég var dálítið undrandi þar sem að ég hafði ekkert heyrt neitt um þetta áður og það kom víst líka manninum á hinum endanum á óvart þar sem að hann hafði víst falið einhverjum að hafa samband við mig. Hann hefur greinilega ekki verið nógu lengi í Bangladess þessi ef hann bjóst við að svona verkefni mundi bara ganga vel fyrir sig í höndum innfæddra :)

Þetta endaði hins vegar allt í því að ég er að fara að halda kynningu fyrir ráðstefnu fulla af forstjórum frá tölvubransanum hér í Bangladess. Þetta fjallar víst allt um það hvernig er hægt að koma á samstarfi milli Bangladess og Danmerkur innan tölvugeirans. Það eru greinilegar einhverjir hérna sem að halda að ég hafi einhverja vitneskju um þessi mál. Ég verð því að halda þangað á morgun og athuga hvort að ég geti ekki sagt eitthvað af viti. Ég býst hins vegar alveg fastlega við því að allir þessi stjórar þarna eigi eftir að fá algjört áfall þegar að ung, hvít kona kemur og ætlar að fara að halda fyrirlestur yfir þeim.

Ég skrifa kannski um það næst hvernig þetta gekk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel. Búin að setja inn myndir.
Kveðja Magga