laugardagur, júní 30, 2007

Neyðarástand á heimilinu

Þar sem að Mili (þjónustustúlkan) er búin að vera lasin síðastliðna daga þá hefur skapað neyðarástand á heimilinu. Það er því hvorki til hreinir diskar né neitt ætti í skápunum þar sem að okkur dettur auðvitað ekki í hug að lyfta litla fingri í heimilisstörfunum. Við erum greinilega allt of góðu vön og verðum víst að sætta okkur við það núna að smá uppvask er víst nauðsinlegt. Ég vona bara að við eigum eftir að lifa erfiðið af :-) Ronny verður síðan auðvitað að reina að baksa einhverjum mat saman út því litla nautahakki og pizzusósu sem að til er í ískápnum. Við erum meira að segja lögst svo lágt að við ýhugum að prófa poppkornið með sykurbragði (bragðast örugglega jafn illa og það hljómar) sem að Mili keypti fyrir mistök fyrir all löngu síðan. Við höldum hins vegar í vonina um að Mili eigi eftir að koma á morgun og redda okkur út úr öllum þessum ósköpum.

Annars veit ég ekki um fréttirnar af því að tveimur bangladesískum mönnum sem starfa í hjálparstafi í samstarfi við danska sendiráðið var rænt fyrir nokkrum dögum síðan. Þeim var rænt í svæði lagt frá borginni þar sem að svona atvik víst eiga sér stað inn á milli. Ég og Ronny höfum því ekki áhyggjur af þessum hlutm og sendaráðið svo sem ekki heldur þar sem að það er einunigs þetta svæði sem að heitir Chitagong Hill Tracks sem að þeir vara við. En það var þó auðvitað gott að heyra að það er búið að finna einn manninn en enn verið að leita að hinum.

Engin ummæli: