miðvikudagur, júní 27, 2007

Sumarfríið

Þá er búið að fá samþykki frá öllum hinum háu herrum um það hvenær ég get tekið smá sumarfrí. Ég er auðvitað svo sniðug eins og alltaf að ég bind þetta þétt saman með vinnu í Danmörkinni, sem að er einskonar sumarfrí, svo þetta verður alveg ágætlega langt frí sem að ég fæ. Ef að það eru einhverjir sem að hafa áhuga á því að vita plönin þá eru eftirtaldar dagsetningar komnar á hreint.

1. ágúst - flug til Köben
Frí og vinna í Danmörkinni í fjórar vikur.
3. september - flug til Íslands (reyndar ekki búin að panta það ennþá)
16. september - flug til Köben
19. september - flug til Dhaka

Þetta eru nú svo sem engin geðveik ferðaplön svona þegar að litið er yfir þetta svo það er nokkuð gott. Það er líka ekki pláss fyrir neitt meira í dagatalinu þar sem allur tíminn í Danmörkunni er skipulagður til ystu æsa nú þegar. Það er allt frá brúðkaupi og kokteilpartýi til tölvuspila-helgi á áætluninni. Ég vona að ég eigi líka eftir að hafa smá tíma til bara að slappa af og njóta lífsins en það verður kannski aðallega tíminn á Íslandi sem að verður notaður til þess.

Auðvitað verð ég líka að minnst á það að Alli litli bróðir á afmæli í dag svo til hamingju með daginn. Vonandi færðu einhverjar flottar gjafir og gott að borða :)

Engin ummæli: