sunnudagur, júní 03, 2007

Símasambandslaust

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get verið fljót að gleima hlutunum. Núna þegar að ég er búin að vera í Danmörku í einn mánuð þá var ég alveg búin að gleima því að alminnilegt símasamband er víst ekkert sem að þekkist í Bangladess. Ég er búin að njóta þess að geta hringt heim til Íslands í tíma og ótíma og geta alltaf náð sambandi. Ég ætlaði því að hringja heim í gær og heyra í fólkinu en það gekk auðvitað ekki. Ekki nokkur leið að komast í gegn til Íslands svo ég varð að fara vonsvikin í rúmið og hugga mig við það að ég gæti kvartað yfir þessu á blogginu í dag.

Engin ummæli: