sunnudagur, júní 03, 2007

Fréttir úr kokteilboðinu

Sé að Magga systir auglýsti fyrir löngu eftir fréttum úr kokteilpartýinu. Þetta gekk auðvitað mjög vel fyrir sig og allir hegðuðu sér sómasamlega, að mestu leiti að minnsta kosti. Það var líka einungis einn einstaklingur sem að þurfti að bera niður tröppurnar og henda inn í leigubíl svo drikkjuskapurinn gekk ekki alveg úr böndunum.

Þetta var eins og við var að búast alveg heljarinnar skemmtun. Það var keppst um að gera bestu kokteilana og það gafst tækifæri á að bragða á hinum ýmsu drykkjum. Við komumst líka að því að eitt gott við að halda svona kokteilpartý er að áfengið klárast ekki þar sem að í marga drikkina á bara að nota smá skvettu af hinu og þessu. Þetta þýðir auðvitað að það er nú þegar búið að skipuleggja nýtt kokteilpartý þegar að við komum næst til Danmerkur í ágúst.

Kvöldið endaði líka mjög vel þar sem ég og Janni ulltum inn á bar fyrir lesbíur. Ég er á þeirri skoðun að öll partý sem enda á skemmtistað fyrir samkynhneigða eru vel heppnuð. Það er held ég bara staðreynd að samkynhneigt fólk kann betur að skemmta sér en gagnkynhneigt. Ég notfæri mér þetta auðvitað út í ystu æsar og ég og Janni sátum á barnum og skemmtum okkur lang fram á nótt.

Engin ummæli: