Allur hópurinn minn auka maka og barna hélt í skemmtiferð í gær. Það var auðvitað haldið af stað snemma morguns og komið heim aftur seint um kvöld. Það er því kannski ekki undarlegt að fólkið mitt er enn að týnast inn í vinnuna þó að klukkan sé langt gengin í tíu.
Dagurinn í gær var mjög skemmtilegur og ég naut þess að hitta fleiri fjölskyldumeðlimi þeirra sem að ég vinna með og upplifa eitthvað nýtt. Nefndin sem að hafði verið skipuð til að sjá um daginn tók okkur með í skemmtigarð. Þar voru bæði vatnsleikjagarður og hin ýmsu tívolítæki. Það var því nóg hægt að hafa fyrir stafni heilan dag á þessum stað. Ég naut dagsins mikið enda þurfti ég ekki að taka eina einustu ákvörðun allan daginn og gat ég bara setið og notið þess að horfa á aðra hlaup fram og til baka og reyna að halda stjórn á mannskapnum.
Það er líka eitt sem að mér finnst svo augljóst þegar að ég hef tækifæri á því að sjá fjölskyldurnar hérna í Bangladess saman. Þetta er að ég skil ekki hvernig að fólk getur sett samasem merki á milli múhamedstrúar og kúgunar á kvennfólki. Það var að minnsta kosti mjög augljóst í gær að konurnar sem að voru með voru ekki kúgaðar. Ef eitthvað þá var það frekar öfugt enda var það karlpeningurinn sem að passaði börnin á meðan að við restin af fullorðna fólkinu hlupum á milli hinna ýmsu tækja. Það besta var líka að þar sem að hver hafði fengið einn miða í hvert tæki og hefði maður þá kannski haldið að kvennþjóðin mundi aumka sig yfir mennina og gefa þeim tækifæri á því að prófa tækin á meðan að einhverjir aðrir pössuðu börnin. Sú varð nú ekki raunin þar sem að í staðin þá tóku konurnar auðvitað yfir miða eiginmannanna og síðan skiptumst við kvennfólkið á því að fara tvisvar í tækin nú þar sem að við höfðum nokkra aukamiða.
sunnudagur, júní 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli