Það er frekar mikið um rigningu, þrumur og eldingar hérna hjá okkur núna. Það er því hægt að njóta ljósadýrðarinnar, út um svarlargluggan :) Þetta er ósköp notaleg finnst mér þar sem að loftið hreinsast og það er ekki eins óbærilega heitt hérna þegar að það rignir. Ég hætti mér þó auðvitað ekki út í ósköpin enda meira en 50 manneskjur búnar að látast hérna að undanförnu vegna eldinga.
Þar sem að rigningatíminn er byrjarður fyrr en venjulega og það rignir frekar mikið þá er fólk farið að spá því að þetta verið kannski flóðaárið mikla. Það á víst að vera hægt að reikna nokkuð staðfastlega með því að það komi flóð í Bangladess á 10 ára fresti. Það er nú liðin 9 ár frá síðasta stórflóðinu og það er því næstum komin tími á þetta. Ég er svo sem alveg afslöppuð yfir þessu enda engin flóð hérna eins og er.
Núna er ég svo að undirbúa mig fyrir viku af vinnu við að skemmta viðskiptavinum. Það verður því líklega eitthvað um sein kvöld en það verður vonandi bætt um með góðum mat á reikning fyrirtækisins :)
laugardagur, júní 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli