miðvikudagur, maí 09, 2007

Undirbúningur hafin

Við verðum með þetta heljarinnar kokteilpartý á laugardaginn. Það er búið að bjóða fólki í "sveitina" í mat og kokteila. Það er því ekki seinna vænna en að fara að undirbúa veisluhöldin. Það er búið að skipuleggja þrjár verslunarferðir til að dreifa burðinum á öllum drikkjarföngunum og matvælunum yfir nokkra daga. Það er nú líka vissara þar sem að annars mundi bakið örugglega gefa sig hjá okkur sem að lifum í vellistingum í Dhaka. Það liggur hins vegar líka heljarinnar undirbúningur að baki því bara að setja saman innkaupslista. Það þarf auðvitað að finna helling af kokteil uppskriftum og til þessa að maður þurfi ekki að kaupa allar mögulegar og ómögulegar gerðir af áfengi þar maður líka að kinna sér hvaða tegundir geta komið í staðin fyrir hvor aðra og svo framvegis. Þetta er auðvitað vísindagrein út af fyrir sig svo en sem betur fer er hægt læra allt um kokteilgerð á netinu.

Það er líka svo annað mál að reyna að finna tíma fyrir það að komast í allar verslunarferðirnar. Það er víst ekki svo auðvelt þegar að matarboðin hrönnast upp og það er ekki eitt einasta laust kvöld í vikunni. Það er hins vegar búið að panta leigubíl til að keyra mig og Banglafólkið í matarboð kvöldsins svo það er vissara fyrir mig að fara að leggja af stað.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Engar fréttir frá partýinu, hvernig er þetta?

Kv. Magga