föstudagur, maí 04, 2007

Enginn frídagur fyrir mig

Það er almennur frídagur í Danmörku í dag. Þetta er stóri bænardagurinn þar sem að danirnir fengu þá hugmynd á einhverjum tímapunkti að það væri ekki nauðsynligt að byðja í tíma og ótíma og að það væri líklega hægt að gera þetta mun betur með því að skellu þessu öllum saman í einn dag og bara rumpa þessu af. Það er þó ekki hægt að segja að danirnir noti mikið af tíma sínum í dag til að byðja heldur er þetta bara enn einn frídagur sem að þeir fá en þeir eru þó svo sniðugir að þeir hafa sett frídaginn á föstudegi svo það er löng helgi í Danmörk núna. Þetta er hins vegar ekki tilfellið fyrir mig og fólkið frá Bangladess. Þetta er því að við erum að reyna að fá eins mikið og hægt er út úr tíma okkar í Danmörku svo við sitjum hérna á tómri skrifstofu núna og leikum okkur að því að teikna á töfluna.

Það er hins vegar stutt í helgina núna svo ég reikna með að lifa þetta af. Það verður líka nóg að gera um helgina og byrjar þetta allt með afmælisveislu í kvöld og síðan verlunarferð og klippungu á morgun.

Engin ummæli: