Það er allt búið að vera að fullu frá því að við komum til Danmerkur á sunnudaginn. Byrjuðum auðvitað á því að taka fimm gesti frá Bangladess með okkur heim svo að þau þyrftu ekki hanga á götum Kaupmannahafnar kl. 9 á sunnudagsmorgni þar sem að hótelherbergið var ekki tilbúið. Við reyndum að gera okkar besta til að vera góðir gestgjafar þó að það væri dálítil áskorun með alla einstaklingana nokkuð úrvinda eftir 24 tíma ferðalag. Veitingarnar sem boðið var upp á voru líka nokkuð fábrottnar þar sem við fundum einungis fanskbrauð, smjöri og smurost og mjólk á bensínstöðinni. Þetta gekk þó allt upp á endanum þar sem að hægt var að halda fólki uppteknu með öllum þeim mismunandi græjum við höfum til að spila tölvuleiki. Núna er fólkið frá Bangladess búið að koma sér vel fyrir og nánast búin að venjast vorveðrinu í Danmörku.
Fyrir utan að vera á fullu í vinnunni hefur líka verið tími til að fara á eina tónleika, grillveislu og fá nokkrar heimsóknir. Þetta er auðvitað bara byrjunin og það eru afmælisveislur, kokteilpartý, verslunarferðir og fleira á dagskránni næstu tvær og hálfa vikuna.
Eins og alltaf þegar að ég kem til Danmerkur þá er komin tími til að ákveða hvort ég ætla að vera eitthvað lengur í Bangladess en áður hefur verið ákveðið. Eins og öll hin skiptin hef ég ákveðið að vera aðeins lengur og ég á því líklega eftir að ganga frá því með vinnunni að vera í Bangladess út árið. Ég er sem sagt ekki enn komin með leið á því að vera í Bangladess og það er líka alveg ótrúlegt hversu hratt tíminn gengur og ég hef ekki enn haft tækifæri til að ná að ferðast um Bangladess og marga aðra staði í nágrenninnu svo mér finnst ekki enn vera komin tími til að halda eitthvert annað. Ég og Ronny erum reyndar farin núna að velta því fyrir okkur hvert að við ætlum að halda næst. Ég held að megin krafan eigi eftir að vera að það sé til boða að fá alminnilega internettengingu. Alli var líka að minnast á að þetta gegni ekki mikið lengur með Bangladess þar sem að ég get ekki spilað neitt með honum svo ég hef bara yfirgefið hann í EverQuest og skilið hann eftir með helling af dönum að spila með.
ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að skirfa hérna eins og er. Það er ekki neitt spennandi að gerast í lífi mínu eins og er annað en kannski það að við erum núna búin að ákveða að vera í Bangladess út árið. Við erum reyndar líka búin að komast að því að við þurfum brátt að fara að finna út úr því hvað við ætlum að gera eftir að við erum búin í Bangladess. Það eru ýmsar hugmyndir uppi í því samhengi en það verður þó líklega að ráðast af því hvar verður hægt að fá vinnu.
fimmtudagur, maí 03, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli