Það er alveg ótrúlega gott að komast í frí núna. Það er búið að vera alveg geðveikt mikið að gera í vinnunni og því finnst mér alveg vera kominn tími á smá afslöppun. Það er líka allt sem að er á dagskránni næstu tvær vikurnar.
Ég, Ronny og Janni erum nefnilega á leiðinni í smá ferðalag. Ferðinni er heitið til Víetnam með smá viðkomu í Singapore. Í þetta ætlum við að eiða tveimur vikum og síðan gefst einn dagur í Dhaka til að pakka upp úr töskunum. Það þarf reyndar að nýta daginn vel því að ég þarf líka að pakka niður í tösku fyrir næstu ferð sem að er til Danmerkur. Ég þarf nefnilega að vinna í Danmörkinni í þrjár vikur í maí og ég get nú svo sem ekki sagt að það sé mikil kvöl og pína. Enda er ég nú þegar búin að gera ráðstafanir með að fara á eina tónleika, út að skemmta sér með vinunum og svo framvegis.
Ég er dálítið hugmyndasnauð hins vegar núna um hvað ég á að skrifa áður en að haldið er í ferðalagið svo ég held bara að ég láti þetta vera nóg í bili og lofi að skrifa aftur eftir um tvær vikur þegar að ég er komin heim úr ferðalaginu og komin í alvöru internetsamband í Danmörkunni.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

Engin ummæli:
Skrifa ummæli