fimmtudagur, mars 22, 2007

Sit og bíð

Eitt af því athyglisverðasta en líka erfiðasta við að vinna hérna í Bangladesh er að ég fæ að glíma við hluti sem að ég annars kæmi ekki nálægt. Núna er hins vegar eitt af þessum tilfellum þar sem þetta er meira erfitt en spennandi.

Þannig er mál með vexti að tveir úr hópnum mínum eru í Danmörk núna að vinna. Einn þeirra er hins vegar búin að vera lasin í heila viku núna og þar sem læknarnir vita ekkert hvað er að þá lögðu þeir hann inn á sjúkrahús í dag. Það er ekki gaman að vita af þessu þar sem að ég veit að þeim finnst Danmörk vera alveg jafn undarlegur staður og mér finnst Bangladess vera. Það er ekki gaman að vera veikur og hvað þá þegar að fjölskylda og vinir og allt sem maður þekkir er mjög langt í burtu. Mér finst líka það versta að tala við konu mansins og segja henni allt sem ég heyri frá Danmörk. Það er svo augljóst á rödd hennar að henni finnst ekki gott að vita að manni sínum veikum í Danmörku og það bætir heldur ekki úr skák að það er bara stundum hægt að hringja til Danmerkur en ekki alltaf. Ég hef verið að reyna að segja henni hversu frábærir læknar og sjúkrahús í Danmörk eru og að hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur en það getur auðvitað verið erfitt fyrir hana að skilja það því hún hefur auðvitað ekki komið til Danmerkur. Nú sit ég sem sagt og vona að ég fái einhverjar góðar fréttir frá Danmörk seinna í kvöld.

Engin ummæli: