fimmtudagur, mars 29, 2007

Magapest

Ég verð auðvitað að byrja á því að þakka fyrir allar afmæliskveðjurnar. Þetta var alveg ágætis afmælisdagur þó að ég væri langt frá fjölskyldunni og flestum vinunum líka. Ég fékk þrátt fyrir það nokkrar góðar gjafir, góðan mat og Ronny bakaði köku fyrir mig.

Mér tókst rétt að ná að halda upp á afmælið og eins árs daginn í Bangladess áðan en magakveisan kom. Mér finnst nú reyndar nokkuð gott að hafa verið heilt ár í Bangladess án þess að hafa haft nein vandræði með magan. Ég fékk hins vegar aldeilis að kenna á því í gær þar sem að mér tókst ekki einu sinni að komast á lappir allan daginn, annað en til að skríða á klósettið. Þetta tók sem betur fer nokkuð fljótt af og í dag er það bara máttleysi sem að segir til sín.

Engin ummæli: